föstudagur, desember 08, 2006

ANNA!

Sökum anna hefur mér gengið erfiðlega að troða inn texta hér undanfarið sem eitthvert ykkar hefði mögulega gaman af að lesa. Það verður lítil breyting þar á næstu daga þar sem rólegheit í námi er eitthvað sem ekki er boðið uppá þessa dagana. Fljótlega eftir að þessu líkur eru jólin og síðan tekur við undirbúningur undir endurtökupróf! Já ég var ekki nógu ánægður með árangurinn í prófunum um daginn þannig að ég ákvað að reyna við eitthvað af þeim aftur.
Héðan er annars allt ágætt að frétta. Erla Dagmar alltaf kát og hress, lætur hafa svoldið fyrir sér og er þokkalega félagslynd viriðst vera því að vera ein að dunda er ekki hennar sterka hlið. Inga er búin að finna dagmömmu sem hún verður hjá eftir áramót, upp í Hraunbæ! Það er nánast hérna við hliðina þannig það er frábært bara.
Segjum þetta í bili og hafið það sem best.

Engin ummæli: