Hvað fyrir eitthvað!
Eins og þeir segja þarna í Dansk. Já við spilum víst við Dani í átta liða úrslitum á HM. Hefði getað verið verra sjálfsagt, en ekkert er gefið í þessum efnum. Eftir góðan sigur á Slóvenum kom svona rólegheitaleikur gegn heimamönnum sem voru í þokkalegu stuði á móti okkur. Það verður spennandi að sjá hvernig fer á morgun.
Dr. Elvar og fjölskylda eru víst komin heim til Íslands (óstaðfest þegar þetta er skrifað) Gekk víst eitthvað erfiðlega frétti ég en eins og ég sagði er þetta ekki staðfestar fréttir. Mikið hefur gerst síðustu daga hjá Dr. Elvari þar sem hann kláraði prófin um daginn, útskrifaðis á föstudag varð þrítugur á sunnudag og flutti heim á mánudag. Þokkalegasta prógramm og ekki allir sem gætu leikið þetta eftir, sérstaklega ef þeir eru ekki í læknisfræði út í Danmörku :) Hvað um það, velkomin heim öllsömul og til hamingju með alla þessa áfanga.
Flest annað er nú nokkuð gott að frétta held ég, hér heima úr skóla og vinnu. Veðrið í ruglinu um þessar mundir, hitabylgja hér á þessum slóðum en göngufært yfir firði vestur á fjörðum vegna íss! Magnað alveg hreint.
Segjum það í bili, og áfram Ísland.
Dr. Elvar og fjölskylda eru víst komin heim til Íslands (óstaðfest þegar þetta er skrifað) Gekk víst eitthvað erfiðlega frétti ég en eins og ég sagði er þetta ekki staðfestar fréttir. Mikið hefur gerst síðustu daga hjá Dr. Elvari þar sem hann kláraði prófin um daginn, útskrifaðis á föstudag varð þrítugur á sunnudag og flutti heim á mánudag. Þokkalegasta prógramm og ekki allir sem gætu leikið þetta eftir, sérstaklega ef þeir eru ekki í læknisfræði út í Danmörku :) Hvað um það, velkomin heim öllsömul og til hamingju með alla þessa áfanga.
Flest annað er nú nokkuð gott að frétta held ég, hér heima úr skóla og vinnu. Veðrið í ruglinu um þessar mundir, hitabylgja hér á þessum slóðum en göngufært yfir firði vestur á fjörðum vegna íss! Magnað alveg hreint.
Segjum það í bili, og áfram Ísland.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli