laugardagur, febrúar 03, 2007

Hmm allt hvítt!

Hvaða rugl er þetta eiginlega, allt hvítt af snjó og það um miðjan Þorra! Skil þetta veður ekki lengur. Læðist að mér sá grunur að nóg verði af árekstrum í dag þar sem þetta kemur svona óvænt og á furðulegum tíma. Vonandi ná vegfarendur að átta sig fljótlega á því hvað þetta er og nái að haga akstri eftir aðstæðum.
Það fór nú ekki alveg eins og ég hafði vonast til í handboltanum í vikunni. Fyrst þetta ömurlega tap gegn Dönum og síðan gegn Rússunum. Það er bara eitt í stöðunni núna og það er að taka fráfarandi heimsmeistara og pakka þeim saman, ná sjöunda sætinu og komast þannig í umspil fyrir ólympíuleikanna. Hvað sem öllu líður þá eru þeir nú búnir að standa sig ljómandi vel strákarnir.
Loksins hafði ég það af að setja inn nokkrar myndir af Erlu Dagmar og er þetta svona sitt lítið af öðru hvoru frá nýliðnum janúar mánuði.
Ég er að fara á þorrablót burtfluttra Saurbæinga í kvöld sem verður örugglega lítið leiðinlegt. Kvíði reyndar svoldið fyrir morgundeginum! Inga ætlar að bjóða Lilju og Arnari á þorrablót fyrir norðan eftir hálfan mánuð. Verður gaman fyrir þau að komast í allan súrmatinn og fylgjast með fullorðnu fólki haga sér furðulega.
Læt þetta nægja í bili, verðum í bandi.

Engin ummæli: