mánudagur, febrúar 05, 2007

Böns af börnum

Við skruppum í Vogalandið seinni partinn í dag að hitta ættingja og vini á efri hæðinni. Þar voru teknar nokkrar myndir af þeim Emilíu og Erlu Dagmar. Svo skemmtilega vildi til að á neðri hæðinni var annar í afmæli hjá Hönnu Björg og heill haugur af litlum frændum og frænkum. Að sjálfsögðu var notað tækifærið og þeim hrúgað í sóffann og myndað í gríð og erg. Þarna voru saman komin fimm af þeim átta barnabarnabörnum sem Inga amma eignaðist á síðasta ári.
Setti inn nokkrar myndir og má sjá þær hér.

Engin ummæli: