Ungbarnasund
Gaman að segja frá því að við fórum með Erlu Dagmar í sund, komum heim um hálf níu. Vorum hjá henni Sóley niður á Hrafnistu. Stórgóð aðstaða og Sóley frábær. EDI var reyndar svoldið óörugg þarna, fannst baðkarið í stærra lagi og full margir ofaní í einu. Sveinn Mikael frændi hennar var nú með og var að sýna réttu aðfarirnar, en það dugði ekki til og Inga var bara með hana til hliðar. Hún var nú líka orðin ansi þreytt og svöng, enda datt hún útaf þegar heim var komið. Annars er hún alltaf jafn hress og kát, komin með tvær flottar tennur í neðri góm og verða sumir meira varir við það en aðrir.
Inga er byrjuð að vinna, var í aðlögun þessa vikuna eins og Erla Dagmar hjá dagmömmunni. Það hefur gengið ágætlega nema að hún hefur ekki viljað sofa nóg, bara þróska og stælar (sko í EDI).
Skólinn er kominn á fullt eftir heljarinnar jólafrí. Ég náði að bjarga þessum prófum fyrir horn og er það mikill léttir.
Ég skal reyna að taka mig á í myndainnsetningu fljótlega.
Annars; hafið það sem best.
Inga er byrjuð að vinna, var í aðlögun þessa vikuna eins og Erla Dagmar hjá dagmömmunni. Það hefur gengið ágætlega nema að hún hefur ekki viljað sofa nóg, bara þróska og stælar (sko í EDI).
Skólinn er kominn á fullt eftir heljarinnar jólafrí. Ég náði að bjarga þessum prófum fyrir horn og er það mikill léttir.
Ég skal reyna að taka mig á í myndainnsetningu fljótlega.
Annars; hafið það sem best.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli