miðvikudagur, janúar 10, 2007

Bæ böss!

Hef gert nokkrar misheppnaðar tilraunir með að taka strætó upp í skóla og í flest skiptin hef ég mætt of seint, krókloppinn og skapið ekki alveg það besta. Það er stórsniðugt að fara inn á heimasíðu þessa ágæta fyrirtækis þar sem maður einfaldlega slær inn upphafs og endastöð á þeirri leið sem fara á og eins og fyrir einhverja galdra kemur ákaflega einföld uppstilling á því hvernig fara á að þessu. "gengnir eru u.þ.b. 150............. strætó nr (hitt og þetta) stoppa og bíða í 1 mín og síðan taka þennan strætó" VIRKAR EKKI. Hef yfirleitt horft á stórar ljótar auglýsingar á strætónum sem ég "á að bíða eftir" hverfa í reykmekki út af stoppistöðinni þegar dollan sem ég er í rennir ljúflega upp að henni. Núna síðast var -7 stig á stigatöflunni og biðin var ekki nema 25 mín.
Ok hættur að tala um þetta.
Blessaðir fjölmiðlarnir náðu að eyðileggja snilldar plan hjá mér í vikunni. Hafði hugsað mér að gefa Kársnesskóla frímerkjasafnið mitt og fá í staðin þrefalt gler í íbúðina frá Kópavogsbæ. Verð að bíða með þessa áætlun þar til öldur lægir í óðamálum, nei ég meina lóðamálum í bænum. Alltaf verið að bögga hann Gunna Bigga Bæjó!
Blessykkuríbili

Engin ummæli: