laugardagur, janúar 06, 2007

Jólafríið sko

... er loksins byrjað hjá mér, núna í hádeginu! Eftir nokkuð langt upplestrarfrí yfir hátíðirnar og tvö próf núna á nýju ári gefst loks tími til að slaka á og njóta samvista með fjölskyldu og vinum fram að skóla. Þetta ætti að gefa u.þ.b. 40 klst. sem gerir það að verkum að ég ætla ekki að eyða meiri tíma í bullið að sinni.
Góður matur og félagsskapur í kvöld, kveðja jólin og horfa á eld.
Hafið það sem best.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vonandi hefurðu getað notið frísins! Hilsen héðan...