Áramótin
eru liðin, voru með svipuðu sniði og þau rúmlega tuttugu ár (að mig minnir) sem ég hef teki þátt í þessum stórviðburði! Við stórfjölskyldan úr Kópavoginum (þar sem er svo gott að búa) vorum orðin frekar þreytt á stórborginni og farin að sakna sveitanna okkar þannig að ákveðið var að skreppa smá rúnt. Við fórum á laugardagskvöldið norður á Kjörseyri og dvöldum í góðu yfirlæti fram á nýtt ár, en pakkað var saman snemma á nýársdag og brunað vestur í Fagradal. Náðum ekki að vekja alla þar en einhverja þó. Héldum síðan suður um kvöldið. Þetta var nokkuð sprettileg ferð eins og skáldið sagði, en vel þess virði og var ljúft að heimsækja bæði bú.
Nú er alvaran tekin við og nóg að gera eins og vanalega. Ég var í prófi í morgun, það fyrra af tveimur sem tekin verða í þessari lotu. Gekk bærilega og nokkuð vongóður um betri árangur en í fyrra skiptið! Það síðara verður síðan daginn fyrir fjórtándann.
Það er annars flest allt gott að frétta held ég bara, Erla Dagmar dafnar vel og verður alltaf frekari og fyrirhafnarmeiri. Hún verður víst að byrja hjá dagmömmunni í mánuðinum og ekki laust við að lítil tilhlökkun sé fyrir því hjá öðrum fjölskyldumeðlimum, veit ekki með hana sjálfa!
Ætli þetta sé ekki gott í bili og sendi nýjárskveðjur til þeirra sem vilja fá svoleiðis. Þetta eru 58 kveðjur sem ég sendi, þið takið við þeim ef þið viljið.
(Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna) x 58
Koma vonandi myndir inn við fyrsta tækifæri.
Bless í bili
Nú er alvaran tekin við og nóg að gera eins og vanalega. Ég var í prófi í morgun, það fyrra af tveimur sem tekin verða í þessari lotu. Gekk bærilega og nokkuð vongóður um betri árangur en í fyrra skiptið! Það síðara verður síðan daginn fyrir fjórtándann.
Það er annars flest allt gott að frétta held ég bara, Erla Dagmar dafnar vel og verður alltaf frekari og fyrirhafnarmeiri. Hún verður víst að byrja hjá dagmömmunni í mánuðinum og ekki laust við að lítil tilhlökkun sé fyrir því hjá öðrum fjölskyldumeðlimum, veit ekki með hana sjálfa!
Ætli þetta sé ekki gott í bili og sendi nýjárskveðjur til þeirra sem vilja fá svoleiðis. Þetta eru 58 kveðjur sem ég sendi, þið takið við þeim ef þið viljið.
(Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna) x 58
Koma vonandi myndir inn við fyrsta tækifæri.
Bless í bili
Engin ummæli:
Skrifa ummæli