Hviss - bang
Vá hvað tíminn getur liðið hratt!!
- Mér finnst örstutt síðan við komum heim frá Kanarý.
- Fyrsti sónarinn er ljóslifandi í minningunni.
- Núna er maður næpuhvítur, Kanarý óralangt í burtu og Erla Dagmar að verða átta mánaða.
- Við vorum að koma heim úr ungbarnasundi áðan, það er hálfnað og við rétt nýbyrjuð. Það gengur alveg æðislega og EDI stendur sig mjög vel.
- Þessi önn hjá mér er hálfnuð, styttist í próf og ég rétt að verða búinn að taka plastið utanaf námsbókunum.
- Kosningar í vor og tíminn leið svo hratt að enginn náði að efna kosningaloforðin frá því síðast (greyin) og því er hægt að nota þau aftur núna.
- Lilja og Arnar eru komin á megafaraáþorrablótaldurinn og mega því fara á þorrablót og Inga ætlar að því tilefni að bjóða þeim á þorrablót sem haldið verður í "Stærsta smábæ í heimi" eins og segir einhverstaðar. Þarna er að sjálfsögðu átti við Borðeyri ef einhver fáfróður les þetta.
- Úff klukkan að verða tíu og ég á eftir að læra aðeins, vá hvað tímin líður hratt.
- Heyrumst síðar
Engin ummæli:
Skrifa ummæli