þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Meira hviss

Vá ég var rétt að enda við að skrifa síðustu færslu. Fer nú að hafa áhyggjur af þessu. Veldur mér ugg eða það sem verra er, af því allt líður svona hratt, örugg!
Hvað sem því líður þá var ljómandi gaman fyrir norðan um helgina. Þau skemmtu sér vel á þorrablótinu. Við Elvar skemmtum okkur ágætlega heima á meðan, með þær Emilíu og Erlu Dagmar. Elvar skemmti sér þó töluvert betur en ég þar sem hann var að kenna mér spil sem illkvitni nefnist. Já þið getið giskað á framhaldið.
Við veiðifélagarnir ásamt mökum verðum með villibráðarkvöld næstu helgi og leigjum heilt veiðihús (að sjálfsögðu) fyrir herlegheitin. Þetta verður án efa hin besta skemmtun, góð mæting og frábær aðstaða. Ég þori ekki að nefna staðsetninguna svo við fáum einhvern frið fyrir æstum aðdáendum.
Segjum þessu lokið að sinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

man... vildi að ég hefði séð þetta fyrr...þá hefði maður komið að hitta ykkur þarna hinu megin...