Ha....... komið haust!
Nei ég er ekki puttalamaður, nei ég er heldur ekki búinn að gleyma lykilorðinu inn á bloggið, hef bara ekki haft mig í það undanfarið að bulla eitthvað hérna. Er svo sem ekkert stórmerkilegt að frétta, allir nokkuð hressir og Erla Dagmar stækkar, þyngist og dafnar ljómandi vel. Inga og krakkarnir fóru í hestaferð um verslunarmannahelgina og við EDI kíktum á þau reglulega milli þess sem við vorum í Fagradal. Virkilega vel heppnuð helgi í alla staði.
Núna er farið að kólna og dimmt orðið á kvöldin. Skólarnir eru að byrja hjá okkur skólakrökkunum og verið að undirbúa það allt saman. Sumarvinnunni að ljúka hjá mér, á eftir næstu viku í svona "útiálandirúntvinnuferð" og þá ætti það nú að vera búið að mestu.
Langar svona í lokin að óska Kollu&Steinu til hamingju með Reynir Björn sem fæddist þann 17. síðastliðinn.
Því miður nenni ég ómögulega að finna einhverjar myndir til að setja inn að þessu sinni og verður það að bíða um sinn.
Bestu kveðjur til ykkar allra og hafið það sem best.
Núna er farið að kólna og dimmt orðið á kvöldin. Skólarnir eru að byrja hjá okkur skólakrökkunum og verið að undirbúa það allt saman. Sumarvinnunni að ljúka hjá mér, á eftir næstu viku í svona "útiálandirúntvinnuferð" og þá ætti það nú að vera búið að mestu.
Langar svona í lokin að óska Kollu&Steinu til hamingju með Reynir Björn sem fæddist þann 17. síðastliðinn.
Því miður nenni ég ómögulega að finna einhverjar myndir til að setja inn að þessu sinni og verður það að bíða um sinn.
Bestu kveðjur til ykkar allra og hafið það sem best.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli