Skrúðgarðurinn
Merkilegt hvað maður er latur við að skrifa eitthvað hérna á sumrin. Ætla að setja inn nokkrar línur fyrst ég er staddur heima.
Byrja á að óska Kópavogsbæ til hamingju með skrúðgarðyrkjumeistarann sem bærinn virðist hafa fengið til að stjórna umhirðu okkar yndislegu hljóðmanar hér fyrir utan. Þetta metersháa gras sem blasti við í vesturhlíðum áðurnefnds mannvirkis er fallið. Þetta gerðist fyrir viku. Síðan hafa staðið ca 30 stórir svartir ruslapokar fullir af grasi hérna í garðinum. Snilldar vinnubrögð Gunni!
Sá hluti fjölskyldunnar sem staddur er hér syðra, fór í einnar nætur útilegu um helgina. Skruppum upp í Þjórsárdal og hittum þar Hörpu, Elvar og Emilíu ásamt því að Brynja og Ragna kíktu með krakkana líka. Þetta var einstaklega ljúft og verður örugglega reynt að fara eitthvað sem fyrst aftur og þá verður Arnar Ingi með líka. Erla Dagmar svaf ágætlega í svefnpoka og á vindsæng í tjaldinu svona í fyrsta sinn, en var að sjálfsögðu ekkert að sofa út frekar en vanalega. Rétt náðum að pakka saman áður en það kom sú almesta rigning sem við höfum lent í hérlendis. Endaði allt vel og þreytt en ánægt ferðafólk sem kom heim í gærkvöldi.
Læt þetta nægja í að sinni. Hafið það sem best í þessu skítaveðri sem hangi yfir landinu þetta sumarið.
Byrja á að óska Kópavogsbæ til hamingju með skrúðgarðyrkjumeistarann sem bærinn virðist hafa fengið til að stjórna umhirðu okkar yndislegu hljóðmanar hér fyrir utan. Þetta metersháa gras sem blasti við í vesturhlíðum áðurnefnds mannvirkis er fallið. Þetta gerðist fyrir viku. Síðan hafa staðið ca 30 stórir svartir ruslapokar fullir af grasi hérna í garðinum. Snilldar vinnubrögð Gunni!
Sá hluti fjölskyldunnar sem staddur er hér syðra, fór í einnar nætur útilegu um helgina. Skruppum upp í Þjórsárdal og hittum þar Hörpu, Elvar og Emilíu ásamt því að Brynja og Ragna kíktu með krakkana líka. Þetta var einstaklega ljúft og verður örugglega reynt að fara eitthvað sem fyrst aftur og þá verður Arnar Ingi með líka. Erla Dagmar svaf ágætlega í svefnpoka og á vindsæng í tjaldinu svona í fyrsta sinn, en var að sjálfsögðu ekkert að sofa út frekar en vanalega. Rétt náðum að pakka saman áður en það kom sú almesta rigning sem við höfum lent í hérlendis. Endaði allt vel og þreytt en ánægt ferðafólk sem kom heim í gærkvöldi.
Læt þetta nægja í að sinni. Hafið það sem best í þessu skítaveðri sem hangi yfir landinu þetta sumarið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli