mánudagur, júlí 02, 2007

Hitabylgja

Já það er búið að vera svoldið heitt undanfarið og svona tóku kertin í stofuglugganum á móti okkur í gær þegar við komum heim eftir helgarskrepp á Kjörseyri. Ekki var síðra veðrið í Hrútafirðinum, sem er jú alþekktur fyrir gott veður, og komu einhver okkar rauðari heim en fóru að heiman! Það var ljúft að komast út fyrir borgina og megnið af liðinu var í útreiðum alla helgina. Reyndar tók rigning á móti okkur á bakaleiðinni þegar við nálguðumst Hvalfjarðargöngin og var ég næstum lentur í vandræðum þar sem ég mundi ekki hvar átti að kveikja á rúðuþurrkunum! Þetta slapp þó fyrir horn allt saman.
Afmælið hennar Erlu Dagmar var virkilega vel heppnað og þökkum við allar góðar kveðjur sem bárust og eins gjafaflóðið að maður tali nú ekki um alla sem kíktu í heimsókn. Fatahrúgan ætti að duga eitthvað fram í júlí, eða þannig! Takk.
Það var einhver frekjugangur í skilaboðaskjóðunni við síðustu bloggfærslu þannig að ég ákvað að henda inn nokkrum myndum til að friða ýmsa. Eru nú engin ósköp en ætti að duga fram eftir mánuðinum :)
Læta þetta nægja í bili og hafið það sem best.

Engin ummæli: