miðvikudagur, júní 27, 2007

Afmælis!

Jú jú það er svona afmælis í dag hjá þessari ungu dömu sem hér stendur fyrir ofan. Erla Dagmar eins árs orðin og allt gengur vel. Ætlum að vera með smá kaffi og kökur í tilefni dagsins, en bara rólegt sko. Bjóðum bara systkinum okkar Ingu og þeirra fylgifiskum, mesta lagi þrjátíu manns.
Það hvarflaði ekki að mér fyrir ári síðan þar sem ég var staddur upp á Möðrudalsöræfum að lítil stúlka kæmi í heiminn þá um kvöldið. Klórslysið í sundlauginni á Eskifirði varð til þess að ég náði að vera viðstaddur fæðinguna. Ljótt að segja það en ég var þá mjög ánægður með þetta slys. Þetta er alls ekki illa meint gagnvart því ágæta fólki sem í því lenti.
Hvað sem því líður þá lukkaðist þetta allt saman og erum við öll voða hamingjusöm.
Afmælisbarnið verður að heiman á afmælisdaginn, allavega þangað til dagmamman sendir hana heim!

3 ummæli:

Linda sagði...

Til hamingju með daginn!! Skondið hvernig hlutirnir þróast... Mér finnst mjög stutt síðan Harpa var að öfunda Ingu Hrönn að vera búin að ´essu og það er víst komið ár síðan!!! :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Erla Dagmar.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið um daginn og takk fyrir flottar&góðar kökur (Steina ;) Líka takk fyrir síðast alltaf ljúft í sveitinni sérstaklega í svona góðu veðri..sem er jú nánast alltaf í Hrútó! En ég get nú ekki orða bundist lengur...HVAR ERU MYNDIRNAR!!!