Mikið var!
Já mikið var að það kom ný færsla hérna. Ég er búinn að tapa í þessum leik, er ekki moggabloggari eins og allir "alvöru" bloggarar eru víst um þessar mundir.
Hvað um það þá er skólastarfið komið á fullt hjá öllum. Arnar norður á Laugarbakka, Lilja í MK og sá er þetta ritar er enn í HR. Gengur öllum ágætlega held ég bara.
Erla Dagmar er alltaf jafn spræk, fór í morgun í ofnæmispróf og er ekki með ofnæmi. Hún er orðin algjör hlunkur (þrekvaxin eins og pabbi sinn) enda borða þau svipað magn held ég. Hún er byrjuð hjá dagmömmunni aftur og gengur ljómandi. Við fórum í fyrsta ungbarnasundstíman í dag eftir sumarhlé. Emilía og Sveinn Mikael voru líka, ásamt öllum hinum. Verður gaman að vera með þeim næstu vikurnar.
Það var töluvert um að vera í ferðalögum í sumar og að því tilefni týndi ég til nokkrar myndir og setti inn á vefinn. Það voru nokkur helgarskrepp ásamt hestaferðum. Svo verð ég að benda ykkur á að skoða þessa mynd sem er inn á myndavefnum hjá Ingu Rut frænku. Alveg magnað hvað er til mikið af sniðugu fólki greinilega.
Læt þetta nægja í bili enda kominn með sinaskeiðabólgu af þessu öllu saman.
Hafið það sem best.
Hvað um það þá er skólastarfið komið á fullt hjá öllum. Arnar norður á Laugarbakka, Lilja í MK og sá er þetta ritar er enn í HR. Gengur öllum ágætlega held ég bara.
Erla Dagmar er alltaf jafn spræk, fór í morgun í ofnæmispróf og er ekki með ofnæmi. Hún er orðin algjör hlunkur (þrekvaxin eins og pabbi sinn) enda borða þau svipað magn held ég. Hún er byrjuð hjá dagmömmunni aftur og gengur ljómandi. Við fórum í fyrsta ungbarnasundstíman í dag eftir sumarhlé. Emilía og Sveinn Mikael voru líka, ásamt öllum hinum. Verður gaman að vera með þeim næstu vikurnar.
Það var töluvert um að vera í ferðalögum í sumar og að því tilefni týndi ég til nokkrar myndir og setti inn á vefinn. Það voru nokkur helgarskrepp ásamt hestaferðum. Svo verð ég að benda ykkur á að skoða þessa mynd sem er inn á myndavefnum hjá Ingu Rut frænku. Alveg magnað hvað er til mikið af sniðugu fólki greinilega.
Læt þetta nægja í bili enda kominn með sinaskeiðabólgu af þessu öllu saman.
Hafið það sem best.
1 ummæli:
Jæja mar getur þá kannski farið að kíkja hingað inn aftur fyrst skólinn er byrjaður aftur ;) alltaf nógur tími til að vera aðeins á netinu þegar skólinn byrjar aftur... bæði fyrir nemendur og kennara ;S haha
...en vá hvað litla frænka er orðin stór!! mikið hlakka ég til að fá að sjá hana... vonandi bara næstu helgi! ?? :) luv. Berglind
Skrifa ummæli