sunnudagur, október 21, 2007

Mýrin

Við afrekuðum það um helgina að sjá Mýrina, þá er ég að meina myndina sem gerð er eftir samnefndri bók eftir Arnald Indriðason. Stórskemmtileg til áhorfs verð ég að segja, jafnvel þó maður hafi lesið áðurnefnda bók líka.
Arnar Ingi kom suður um helgina, er að fara í fyrramálið aftur, og var virkilega gaman að hafa "fullt hús" aftur þó ekki væri nema þennan stutta tíma. Rosa gaman hjá honum í skólanum fyrir norðan og er hæst ánægður hjá afa sínum og ömmu í sveitinni.
Erla Dagmar verður hraðskreiðari með hverjum deginum og nær að byggja upp nokkra spennu af og til meðal annarra á heimilinu um hvort það bætist við sár á nefið eða kúla ennið í næsta spretti. Það er síðasti tíminn í ungbarnasundinu í næstu viku en hún er, líkt og hér heima, orðin svoldið glannaleg í ýmsum aðgerðum þar.
Var að bæta inn nokkrum myndum á myndasíðuna, bara svona fyrirbyggjandi nöldurvörn!
Segjum þetta gott í bili.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mýrin er mjög góð mynd, ég fór sko á forsýningu í boði Lilju Pálma í fyrra.. heppin ;)