þriðjudagur, janúar 08, 2008

2008

Til hamingju með nýja árið öllsömul og verði ykkur það síðasta að góðu. Vonandi að flestir hafi komist klakklaust í gegnum áramótin og hafið nýtt ár með afbrigðum vel.
Við héldum áramótin í rólegheitum hér heima og buðum Huldu að borða með okkur. Hún hélt okkur síðan félagsskap nokkuð fram á nýtt ár og var spilað og hlegið og skemmt sér. Þetta var ljómandi gaman og fóru allir sælir að sofa. Reyndar fór Erla Dagmar tvisvar að sofa þar sem hún vaknaði við sprengingarnar rétt fyrir miðnættið og var eitthvað smeik. Það bjargaðist þó fyrir rest.
Nú eru skólarnir byrjaðir hjá okkur skólakrökkunum, Arnar Ingi farinn norður og við Lilja Guðrún byrjuð í okkar skólum.
Óska afmælisbörnum mánaðarins innilega til hamingju með afmælin sín. Þar sem ekkert fleira stórmerkilegt hefur gerst á þessu ári svo ég muni, hef ég hugsað mér að láta þetta nægja í bili. Ég setti inn nokkrar myndir frá áramótunum.
Hafið það sem best.

Engin ummæli: