föstudagur, desember 19, 2008

Lokið

Eitthvað hefur tækni(fræðin) verið að stríða mér, hef bara ekki náð að skrifa neitt hér í nokkurn tíma. Ýmislegt kemur til og þar á meðal vinna við lokaverkefni mitt í rafmagnstæknifræði. Nú hefur mér á einhvern ótrúlegan hátt tekist að ljúka því, kynna og verja. Skólagöngu lokið. Útskrift í janúar. Jeiij.
Annars er bara ágætt að frétta hjá okkur, við skólakrakkarnir komin í jólafrí sem sagt á meðan Inga er að vinna. Við förum síðan á mánudaginn til Vestmannaeyja og verðum hjá Hörpu, Elvari og Emilíu um jólin. Erlu Dagmar hlakkar mikið til að fá að leika við Emilíu, spranga og svoleiðis. Það verða ljúfir dagar um jólin hjá okkur allavega.
Núna þarf að klára jólaundirbúning og gera allt klárt fyrir brottför.
Bið að heilsa ykkur að sinni og óska öllum gleðilegra jóla. 

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með skólalokinn. Það verður þokkaleg veisla í HR þegar búið er að útskrifa ykkur félaganna;-)
Eigið gleðileg jól og bestur jólakveðjur til E,H&E í Eyjum
Kv.Fjóla Guðjóns
Ps. Alveg viss um að Halli biður að heilsa ;-)

INGIMAR sagði...

Já þakka þér Fjóla og til hamingju með guttann þinn líka ;)
Alveg klárt að þeir verða álíka hamingjusamir og við þarna í HR að þessum áfanga er að ljúka hjá okkur.
Ég skila kveðju ef við komumst til Eyja!