Skilanefnd..
..hefur tekið yfir þetta blogg. Ég fæ þó að rita einstaka línur hérna en þær eru allar ritskoðaðar. Ég hef ákveðið, vegna fjölda áskorana, að setja inn hérna nokkrar línur svona til að láta vita að við erum ekki fallin! Töluvert mikið hefur gerst frá síðustu færslu og væri of langt mál að fara í gegnum þá hluti hér. Ætla ég þó að nefna hestaferð Kjörseyrargengisins sem farin var um verslunnarmannahelgina og varð Húnaþing vestra að þessu sinni fyrir valinu. Gert var út frá Klömbrum þar sem vel var um okkur séð. Þetta var hin besta skemmtun og voru allir ánægðir með túrinn. Ég setti inn nokkrar myndir frá ferðinni.
Þá hefur fjárdráttur og rekstrarerfiðleikar sett mark sitt á síðustu vikurnar þar sem bæði voru fyrsta og önnur leit í Fagradal og Kjörseyri. Það stefnir í að við verðum bara í bænum þessa helgina, sem væri sú fyrsta síðan ég man ekki hvenær.
Það er svo sem margt sem mig langar til að tjá mig um og ber þar hæst sú krísa sem virðist hrjá okkur þessa dagana í tengslum við peningamál. Ég verð að segja alveg eins og er að ég er alveg orðlaus............................
Þar til næst bestu kveðjur.
4 ummæli:
...nohh ég hitti bara beint á nýja færslu! Hvernig væri nú að maður færi amk að rekast á ykkur út á leikskóla? Kannski býð ykkur í kaffi næstu helgi ef þið verðið í bænum!
...p.s. fórst þú ekkert á hestbak?
Þú veist þú getur alltaf fengið hann Lilla (Lýsing) lánaðann! Þennan sem lærði að hlaupa þegar þú fórst á hann...
ohh hvað þú bullar lítið þessa dagana...
mikið gasalega eru lélegur í bloggfærslum og myndatöku! Ekki að standa þig drengur!
Skrifa ummæli