miðvikudagur, júlí 23, 2008

Kollsármót

Þá er miklu og bráðskemmtilegu ættarmóti lokið. Þessi samverustund Ingu ömmu systkyna hennar og afkomenda þeirra stóð fyllilega undir væntingum og var virkilega gaman í alla staði. Það var skemmtileg viðbót að hafa þessa mjög svo fjarskyldu ættingja á flatsæng á gólfi félagsheimilins sem við vorum með á leigu.
Eins og þeir sem voru á mótinu vita var þetta virkilega vel heppnað og skipuleggjararnir eiga miklar þakkir skildar fyrir þetta framtak. Þarna voru saman komnir u.þ.b. 100 einstaklingar á öllum aldri frá þriggja mánaða upp í 86 ára og skemmtu sér saman alla helgina.
Þeir sem voru svo sniðugir að vera í fríi áfram, fannst það minna sniðugt aðfaranótt mánudagsins þegar verið var að troða draslinu í bílana og forðað sér burt af svæðinu vegna veðurs. Það sluppu nú allir lifandi frá þessu en hefði verið hægt að upplifa skemmtilegri útilegu geri ég ráð fyrir.
Ég læt þetta nægja að sinni. Setti inn slatta af myndum frá ættarmótinu.
Takk fyrir okkur og hafið það sem best.

3 ummæli:

Unknown sagði...

Líka komnar inn ættarmótsmyndir hjá mér.
Kv. Þórólfur

Nafnlaus sagði...

er þessi síða komin í verkfall :O
meirablogg :D

Guðjón Torfi sagði...

Ég óska eftir því að skilanefnd verði kölluð inn til að stýra þessari síðu! Stjórnendur eru engan veginn starfinu vaxnir! ;)