þriðjudagur, júlí 15, 2008

Genamót

Kollsárgenin ætla að hittast um helgina við félagsheimilið Skjöld við Stykkishólm. Þarna hjá Skyldi, skyldi maður ætla að skyldmenni skyldu skemmta sér og öðrum. Skyldumæting skyldi maður ætla!

Hafði smá bil fyrir þá sem eru að missa sig úr hlátri.
Já það verður hellingur af liði, nærri 100stk í það heila hef ég heyrt. Þetta eru sem sagt Inga amma og systkyni ásamt afkomendum sem eru nokkuð á annað hundraðið. Ef ég þekki þetta fólk rétt verður ákaflega gaman þá. Slatti af gíturum og enn meira af söngvurum, hellingur af skemmtilegu fólki í góðu skapi, getur bara ekki klikkað.
Annars er ágætt að frétta. Inga og Erla Dagmar fóru norður á sunnudaginn og koma beint þaðan á ættarmót. Þær eru í sumarfríi næstu vikur meira og minna. Við Lilja erum hér í bænum og Arnar er aðstoðarbústjóri á Kjörseyri.
Þetta reddaðist með flugið erlendis hjá okkur skólafélögunum, fljúgum bara degi seinna og styttum ferðina um sólarhring.
Ætli ég láti þetta ekki nægja í bili. Setti inn nokkrar júlímyndir áðan.
Hafið það sem best.

Engin ummæli: