mánudagur, júní 30, 2008

Ammælis

Já það var haldið upp á tveggja ára afmælið hjá Erlu Dagmar á fimmtudagskvöldið síðasta, þó að afmælisdagurinn hefði nú ekki verið fyrr en daginn eftir. Það var fjölmennt að vanda og lukkaðist bara nokkuð vel. Afmælisbarnið sofnaði allavega þreytt og sátt seint og um síðir. Hún fór síðan með ís í leikskólann daginn eftir og bauð krökkunum á deildinni.
Þá er evrópumótinu í knattspyrnu lokið og unnu mínir menn, Spánverjar, að sjálfsögðu. Var ótrúlega notaleg tilfinning að sjá þá vinna Þjóðverjana í úrslitum. Verst að þetta skuli vera búið, það er svo gaman þegar fjölskyldan sest fyrir framan sjónvarpið og horfir á íþróttir saman ;)
Fékk skemmtilegan póst frá Iceland Express á föstudaginn. Það var tilkynning um að búið væri að fella niður flugið sem við skólafélagarnir vorum búnir að kaupa erlendis í ágúst. Það reddast vonandi á einhvern hátt.
Þótt það hljómi ótrúlega þá er ég búinn að setja inn slatta af myndum frá hinu og þessu.
Læt þetta nægja að sinni, skrifa pottþétt ekki meira í þessum mánuði.
Hafið það sem best þangað til næst.

Engin ummæli: