þriðjudagur, desember 15, 2009

Ha ha..

.. þið hélduð að ég væri hættur! Að vísu hélt ég það líka, en ákvað fyrir skömmu (5mín) að prófa setja inn hérna einhverja gullmola sem (ef vel heppnast) gæti síðan gerst af og til. Það er ekki eins og það alltaf verið að trufla mann með símhringingum eða heimsóknum hérna á Fáskrúðsfirði. Nóbb alveg laus við það takk fyrir takk.
Ýmislegt hefur nú átt sér stað frá síðustu færslu. Fyrst má nefna að í pólitíkinni hefur verið fjallað um Icesave og ............... já um Icesave. Man ekki eftir fleiru af hinum opinbera vettvangi í augnablikinu.
Af okkur er það helst að frétta að eftir að ég réði mig hjá Johan Rönning í júní, sem hefur verið ljómandi fín vinna, hef ég hitt fjölskylduna samanlagt kannski í þjár vikur. Það er ca 20 vikum of lítið fyrir minn smekk á þeim tíma. Það verður ljúft að ná nokkuð góðum tíma um jól og áramót.
Við Inga ákváðum að gifta okkur núna í haust og fengum til þess verðlaunaljósmyndara sem framkvæmdi athöfnina með sóma. Þetta var frábær stund með okkar nánustu í Prestbakkakirkju þann merkisdag 10.09.09 og ekki skemmdi fyrir að nokkrir gestanna fóru ríðandi til kirkju ásamt betri helmingnum af brúðhjóninu!
Haustið hér eystra hefur einkennst af töluverðum rigningum og skúrum í grend, en í sumar aftur á móti var meira um svona skýfall af og til hér og þar. Verður virkilega spennandi að sjá hvernig úrkoman hegðar sér næstu misseri. Ef þetta fer ekki að lagst hafa menn hér um slóðir ákveðið að sækja um aðstoð ofanflóðasjóðs....
Læt þetta nægja að sinni hér á þessari síðu.
Já það má nefna það í leiðinni að ég var að byrja aftur að setja inn myndir á myndasíðuna okkar. Tekur tíma að tína þangað inn og enn lengri tíma að skrifa eitthvað "sniðugt" við þær líka, en hefst vonandi allt saman.
Þar til næst hafið það sem best.


Engin ummæli: