Heiladautt!
Heilinn er merkilegt fyrirbæri, sennilega eitt fullkomnasta verkfæri sem fyrirfinnst í veröldinni. Þó er að nú svo að flestir nota ekki nema nokkur prósent heilans dags daglega. Verra er að margir nota þessi fáu prósent í tóma vitleysu.
Því hefur verið haldið fram að við notuðum minna af heilanum við að horfa á sjónvarpið en þegar við sofum. Það sorglega í þessu sambandi er að sumar sjónvarpsstöðvarnar stóla á að þetta sé rétt! Má í því sambandi nefna nokkra kjánalega þætti, eins og Ástarfleyið og piparsveins ómyndina. Sorglegt að horfa uppá þessar aumkunarverðu tilraunir til að framleiða „íslenskt“ efni. Auglýsingar sem talað er inná á íslensku eru töluvert skemmtilegri og eru þær þó hreinasta hörmung.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli