þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Úppsí

Jæja, blessuð prófin byrjuð hjá manni og ekki lofar byrjunin góðu. Held að maður hafi farið eitthvað lítið á kostum að þessu sinni. Það kemur svo í ljós í byrjun desember hvort ég þarf að fá staðgengil fyrir mig í Kanarýeyjaferðina okkar í janúar. Það vill nefnilega svo skemmtilega til að endurtökupróf eru á sama tíma.

En það þýðir lítið að velta sér upp úr þessu, næsta próf handan við hornið og svo er komin út bók um Jón Ólafs, sem á aldeilis eftir að hjálpa manni í prófalestrinum. Reikna með að þetta bull fylli alla frétta og dægurmálaþætti næstu daga, þannig að maður þarf ekki að eiga það á hættu að halda að maður sé að missa af einhverju merkilegu.

Engin ummæli: