Íslensk tunga
Eins og sumir tóku eftir í gær, þá var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur með ýmsu móti hingað og þangað um landið.
Ég rak augun í grein í Blaðinu í gær (á síðu 4 minnir mig) þar sem fjallað var um afhendingu verðlauna Jónasar Hallgrímssonar, en hann var víst með alíslenska tungu.
Þetta væri svo sem ekki merkilegt nema fyrir það að á forsíðu þessa sama blaðs er nokkuð áberandi fyrirsögn sem hljómar svona:
۞ A STAR IS BORN ۞
Já það er mismunandi hvernig fjölmiðlar halda uppá merkilega viðburði
Engin ummæli:
Skrifa ummæli