mánudagur, nóvember 21, 2005

Kaup ársins

Fyrst ég var að segja frá þessu lóðabraski þá er ekki úr vegi að nefna, það sem ég tel vera kaup ársins, nýjustu fjárfestinguna á heimilinu. Held að ég hafi náð að strádrepa eitt flugnabú eða svo með þessari aðgerð.
Keypti sko nýjan síma!
Ekkert venjulegan síma, heldur einn svona gamlan góðan með snúru og allt. Eins og ég sagði áðan þá held ég að eitthvað meira en tvær flugur hafi fallið í valin við þessa aðgerð.
Ekki eingöngu verður hægt að finna síman þegar að hringt er í hann (og þar af leiðandi að svara líka) heldur verður líka hægt að hringja um mjög svipað leiti og maður ætlar að hringja (þarf ekki að leita að honum um alla íbúð). Þá er líka kostur að rafhlöðurnar tæmast ekki í tíma og ótíma. Sá þráðlausi hafði nefnilega þann galla að geta ekki drullast sjálfur í hleðslu, svo einkennilegt sem það nú var.
Efast heldur ekki um að hér verði allt hoppandi af hamingju á heimilinu með að þurfa ekki að vera alltaf á röltinu þegar talað er í símann.

Engin ummæli: