mánudagur, nóvember 28, 2005

OMG

Hægðir!!! Ég var að byrja í nýjum áfanga í dag sem kallast tölvunarfræði. Sko ég og tölvur höfum aldrei átt neitt sérlega vel saman og hef þó bara notað þær í að skrifa svona texta, vafra um netið og athuga með póst.
Var í áfanga í haust sem kallaðist tölvustýringar og samskipti og ég hélt svei mér þá að verra gæti það ekki orðið, en eftir fyrsta tíma í þessum fræðum fer ég að hallast að annari skoðun.
Núna á maður að fara að forrita í Java (sem ég hélt nú reyndar alltaf að væri kaffi) og þetta á að lærast á næstu þremur vikum. Vanalega er þetta kennt á einni önn þannig að keyrslan verður töluverð sýnist mér. Við eigum að lesa bókina sem fylgir mjög vel því hún á að vera mjög góð. Ég byrjaði á fullu og var búinn með hátt í tíu bls þegar ég uppgötvaði að hún var á hvolfi hjá mér.

Já svona er nú tölvunördarfræðin fróðleg, auðskilin og skemmtileg

Engin ummæli: