sunnudagur, desember 11, 2005

Hó hó hó

Nú nú, æmalæf og hef það ágætt held ég bara. Ég er búinn að vera svo upptekinn í flísalögn á baðherberginu (og skroppið í skólann reyndar af og til) að ég hef bara ekki haft orku í að rita nein spakmæli hér á þessa síðu.
Það sem annars hefur borið hæst í mínu lífi undanfarið er blessað java-fjörið0sem er vonandi að síast inn hjá mér. Siðan var alveg ljómandi skemmtilegur hittingur hjá okkur veiðiogmargtflreira félögunum á föstudagskvöldið, er búinn að vera hámur og rás síðan0
Annars lenti ég í hringiðu jóla "GLEÐINNAR" núna seinnipartinn, en þannig var mál með vexti að aulinn sem reiknaði út hvað þyrfti mikið efni í fúguna hér á baðinu REIKNAÐI VITLAUST þannig að ég spólaði af stað til að kaupa þessi 365 grömm sem vantaði 0uppá til að ég gæti klárað. Nú er það svo að efni þetta er keypt í Húsasmiðjunni. Jú jú hún er opin á sunnudögum og meira að segja alveg til kl 19..... upp í GRAFARHOLTI.
Þegar þangað var komið þá eru allir í þessari líka fínu jólastemmingu, einn var í voða skemmtilegum leik við krakkan sinn, þóttist aldrei heyra í honum sama hvað hann öskraði og grenjaði um að fá eitthvað dót0 Svo var fullorðið fólk í svipuðum leik á bílastæðinu (eins og það sé ekki nóg af stæðum út um allt) og síðast en ekki síst þá var það jólasveinninn sjálfur sem hagaði sér, eins og vanalega, eins og kjáni. Eini munurinn að þessi hafði greinilega gleymt búningnum sínum og fengið einn lánaðan hjá Securitas. Alveg magnað hvað hann gat gert fólki mikinn grikk með því að þykjast vera voða valdamikill og láta öllum líða eins og þjófum0
En því miður gat ég ekki tekið þátt í þessum jólagleðilátum með öllum hinum, flísarnar biðu eftir mér.

Engin ummæli: