miðvikudagur, desember 14, 2005

Bévítans bévítans bévítans

Fari það í fjórtán fláráða fæðingarhálfvita frá Fáskrúðsfirði. Það stefnir í alveg heilmikil bókajól hjá mér að þessu sinni. Ástæðan mætti vera skemmtilegri, en svo einkennilegt sem það er þá er krafa um lágmarkseinkunn í hverju fagi til að það teljist staðið í þessum blessaða skóla mínum.
Því miður var ég ekki þeirrar gæfu aðnjótandi að þessu sinni og er þetta í fyrsta sinn í þessari skólagöngu sem það kemur sér virkilega illa. Endurtökupróf fara fram í byrjun janúar á næsta ári.
Eins og ýmsir vita þá eigum við pantaða Kanarý-ferð í byrjun janúar á næsta ári. Einhvern veginn passar þetta ekki alveg saman og niðurstaðan er því sú að ég mun dvelja hér heima í prófalestri fyrri vikuna og sameinast síðan fjölskyldunni þá síðari.
Alvarlegustu afleiðingar þessa fyrirkomulags verða að ég kem til með að verða bara svona ljósbrúnn þegar við komum heim aftur.

En góðu fréttirnar eru að ég er búinn að flísaleggja baðherbergið (í bili)

Engin ummæli: