laugardagur, janúar 14, 2006

Bongóblíða

Halló alló

Takk fyrir góðar kveðjur að heiman. Inga er hérna, ekki í London. Eins og tið vitið þá er hún lítið fyrir ad láta mynda sig og hvað þá í bikini eða einhverju svoleiðis! Annars er búið að vera frábært tvo síðustu daga, mikil sól í dag og við vorum hann allann í Aqualandi sem er alveg meiriháttar vatnsrennibrautargarður með meiru. Í gær var slakað á á ströndinni og ég held bara að ég sé að verða smá brúnn, allavega svona bleikur, eða meira út í svona fölbleikur!

Núna fer tetta ad styttast hjá okkur og vonum innilega ad vedrid fari ad skána tarna heimaTið fáið ekki fleiri myndir fyrr en við komum heim. Netið hér er ekki það besta við þennan stað.

Kærar kveðjur til allra heima, við erum að fara út að borda (einu sinni enn) og fáum okkur sennilega pizzur (einu sinni enn).

Hafið tað sem best.

Engin ummæli: