þriðjudagur, janúar 17, 2006

Hræðilegt

Já við erum mætt á skerið aftur. Móttökurnar voru nú ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þegar út var komið tók á móti okkur hræðilegar hörmungar, þá er ég ekki að tala um þegar við hittum Smára sem kom að ná í okkur, heldur blessað frostið sem var heilar -9 gráður, sem var hitalækkun upp á ca 20 gráður, niður á við sko og viðbrigðin voru óhugguleg svo ekki sé meira sagt.

Núna liggjum við bara heima, (í lopapeysum og vafin inn í teppi) alveg búin á því eftir langt og strangt ferðalag. Vennjulegur vinnu og skóladagur hefst víst í fyrramálið og verður reynt að koma sér í rétta formið fyrir þau ósköp núna í kvöl.

Ferðin var samt alveg æðisleg og erum við öll afar hamingjusöm með hana. Við hendum inn einhverjum myndum flótlega, (setti reyndar inn áðan nokkrar myndir úr dýragarðsferðinni) en nokkur vinna fer í að sortera þær birtingarhæfu úr.

Núna er mér orðiiiipp'ð sasvoo kaaslttt áa puttrunim að éggeteggi skriaffað meiraz!

Beless

Engin ummæli: