fimmtudagur, janúar 19, 2006

Djöfull Helvíti Lengi

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að "express" þýddi að eitthvað gerðist með hraði. Sú virðist ekki vera raunin með fyrirtæki sem heitir DHL. Við fengum Sigga bró til að kaupa smáræði fyrir okkur út í þýskalandi fyrir jólin. Hann skellti þessu í póst sem "hraðsendingu" eða "express" eins og stendur á pakkanum sem kom hingað í gær, nærri mánuði síðar. Ótrúleg "þjónusta" eða þannig!

Jæja hvað um það. Við erum nú að jafna okkur á hita/kulda muninum. Sumir eru nú reyndar hálfkvefaðir og kannski ekki skrýtið því þetta er töluvert sjokk fyrir líkaman. Ég er búinn að setja slatta af myndum í viðbót inn á síðuna. Afgangurinn er ekki til sýnis á svona almennings vefsetrum.

Mögnuð þessi frjósemi hjá Kollsárbarnabörnum þetta árið. Já amma á semsagt von á 6 barnabarnabörnum á árinu. Ég fór að velta fyrir mér hvort það hefði eitthvað verið planað þarna á Kollsármótinu í fyrra þegar ég mætti ekki!

Já það er nú svo, hættur í bili og bestu kveðjur til ykkar allra.

Adios

Engin ummæli: