Þessir iðnaðarmenn
Alveg er þetta ótrúlegt með þessa iðnaðarmenn um þessar mundir. Inga var búin að vera í þónokkurn tíma að ná samningum við einn til að flísaleggja baðherbergið. Það gekk fyrir rest og hann byrjaði á þessu fyrir nokkru fyrir jól, en síðan hefur bara akkurat ekkert gerst.
Ekki nóg með að baðherbergið sé hálfklárað heldur var hann ferlega lengi að þessu sem komið er og hefði eflaust verið hægt að
Annars er allt gott að frétta af okkur. Við skólakrakkarnir erum að reyna að vinna upp tapaðar blaðsíður í náminu. Ég veit að krakkarnir fara létt með þetta, eru eiginlega búin að ná þessu nú þegar. Það er ekki alveg eins fljótlegt hjá mér og liggur við að ég hefði getað sleppt því að kaupa eitthvað af þessum kennslubókum því að blessaðir kennararnir eru að verð komnir langleiðina í efninu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli