föstudagur, janúar 27, 2006

Hanna Björg Einarsdóttir

Innilegar hamingjuóskir til þeirra Einars og Ingu Rutar með stúlkuna sem kom í heimin í nótt. Þetta er að sjálfsögðu myndarstúlka eins og foreldrarnir og nánustu ættingjar. Hún var vegin og mæld eins og vani er og mun hafa verið 17merkur og 52sm. Henni var einnig gefið nafnið Hanna Björg og bætast við hamingjuóskir með það líka.

Þá er það ljóst að innrásin er hafin! Fyrsta af þeim sjö barnabarnabörnum, sem Inga amma á von á árið 2006, er komið í heimin (sem vitað er um)

Bara enn og aftur til hamingju.

Engin ummæli: