Leiðrétting
Svo virðist vera að ég hafi ekki farið rétt með í síðustu færslu. Samkvæmt nýjustu heimildum þá mun víst vera von á átta barnabarnabörnum á árinu, ekki sjö. Ef fleirum langar að vera með þá er nógur tími enn. Ég stend fast við flest annað sem ég ritaði síðast
Annað: Blessaður iðnaðarmaðurinn sem ég hef áður minnst á, drullaði sér loksins til að klára að flísaleggja baðherbergið. Það var nú samt ekki fyrr en bróðir hans bauðst til að koma og aðstoða sem eitthvað gerðist og kunnum við honum bestu þakkir fyrir það. Svo á auðvitað eftir að fúga og þrífa þannig að það er ekki útséð með þetta ennþá.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli