sunnudagur, janúar 29, 2006

Vandræðalegt

Var að horfa á júróvisíon í gærkvöldi og mér datt nú helst í hug þetta orð, vandræðalegt. Ég er ekki alveg viss um hvað fólkið var að gera þarna. Þessi Fanney stóð nú samt niðurúr þó hinir stæðu henni ekki langt að baki. Ég hefði viljað heyra afgangin af þeim lögum sem voru send inn fyrst þessi voru þau skárstu. Trúlegt þykir mér þó að RUV hafi valið þessi viljandi með það fyrir augum að eiga ekki neina hættu á því að þurfa að halda aðalkeppnina í nánustu framtíð.

Varð að koma þessu frá mér

Engin ummæli: