miðvikudagur, febrúar 01, 2006

HRVATSKA

Mikið rosalega er í hissa og vonsvikinn núna. Það var búið að segja mér í gær að Íslendingar væru orðnir evrópumeistarar í handbolta eftir að þeir unnu Rússa En nei nei nú er búið að breyta öllu fyrst þeir töpuðu fyrir Króötum og núna eigum við, ef við erum heppnir, kannski vonandi einhverja örlitla möguleika á að komast í undanúrslit Held að sumir ættu að æfa sig aðeins í líkindareikningi.

Nú er sú tíð upprunnin að hið matvandasta fólk innbyrðir hinn ótrúlegasta mat. Súrirsaðar millilærakúlur bráðna uppi í fólki sem ekki einu sinni getur sagt "typpi" svona dags daglega án þess að verða eins og ofþroskaðir tómatar í framan. Samt er það nú svo að flestir borða svona lagað bara af því bara..... svipað og með skötuna á Þorláksmessu

Við ætlum að sleppa öllum þorrablótum að þessu sinni þannig að þetta árið verður sennilega lítið um pungaát hjá okkur. Tja og bara lítið um punga-eitthvað yfirleitt, laaangt fram eftir ári sennilega

Þið hin, njótið..... súrs matar

Engin ummæli: