fimmtudagur, febrúar 02, 2006

HVA I HELVETTE

Hvað gerðist eiginlega Rétt rúmum sólarhring eftir að við urðum evrópumeistarar í handknattleik, erum við allt í einu á heimleið og mótið rétt hálfnað. Viggó sagði að strákarnir hefðu verið orðnir "bensínlausir" sem er náttúrulega algjört svindl af því að Norðmenn framleiða jú þetta drasl og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því. Og hvað herkænska var þetta með þennan Strand þarna!
Ókei strákar,(fimm mín. eftir) ég tók eftir því áðan að það er einn gaur þarna sem er búinn að skora 17 mörk, ég var að spá í hvort við ættum kannski að taka hann úr umferð. Já gerum það. Helv... hann skoraði samt, jæja þá virkar það greinilega ekki. Eða þannig.

Danirnir voru að vinna Rússa með sjö marka mun. Ætli það hafi ekki verið skopmynd af "einhverjum" spámanni fyrir aftan markið hjá Rússunum (ég þori ekki að nafngreina neinn svo ég þurfi ekki að rýma íbúðina). Fyrst að þeir eru komnir í undanúrslit þá segi ég bara áfram Danir og áfram Jyllands_Posten 0

Hvað sem öllu líður þá stóðu strákarnir sig bara nokkuð vel.

Hilsen

Engin ummæli: