HOLA
Halló halló.
Héðan er allt gott að frétta. Ég var kominn á hótelið um hálf ellefu á þriðjudagskvöldið. Í gær var sólarlaust og við eyddum deginum í rölt um bæinn. Jumbo-Center er nokkuð vinsælt, en það nokkurskonar kringla bara fimm sinnum stærri eða svo. Þar röltum við um fram eftir degi. Í gærkvöldi fórum við svo út að borða og kíktum í mini-golf, leiktæki og fleira skemmtilegt.
Núna í morgun vöknuðum við svo í RIGNINGU. Það er nú samt hlýtt og notalegt og þetta hreinsar burt allar pöddur og loftið í leiðinni. Annars lítur út fyrir að það sé að létta til og sést jafnvel til sólar held ég bara.
Það er ekki víst að við getum sett inn neitt af myndum fyrr en við komum heim aftur. Tæknideildin hér á Kanarý er í vetrarfríi og nettengingar ekki hentugar til að senda myndir yfir netið. Ég geri samt tilraun á eftir.
Við vonum að þið hafið það sem best í “blíðunni” heima á Íslandi.
Biðjum öll kærlega að heilsa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli