fimmtudagur, janúar 05, 2006

Dagur 2

Já það er bara gaman hjá þeim á Kanaraý og veðrið nokkuð ljúft, ekki mikil sól en alveg ágætlega heitt. Þau voru að þvælast eitthvað um svæðið í dag og þær mæðgur voru orðnar eitthvað þreyttar en held að Arnar Ingi sé hlaupandi einhversstaðar ennþá.

Það eru því miður ekki alveg eins góðar fréttir af mér það er liðinn rétt rúmmur sólarhringur frá því þau fóru og ég er kominn á kaf í óregluna. Fór seint að sofa og vaknaði seint, var að elda mér kvöldmat eftir seinni fréttirnar á RÚV og er enn að borða þegar þetta er skrifað. (er bara svona lengi, þetta er ekkert mikið)!

Þó að það hafi verið ömurlegt að horfa á eftir þeim í gær þá er þó eitt gott við þetta allt saman, en ég fékk nefnilega að nota koddan hennar Ingu. OMG hvað er notalegt að kúra á honum, stefnir í tóm leiðindi þegar við komum heim aftur.

Hættur

Bless í bili

Engin ummæli: