Dagur 3
Það held ég, bara allt ljómandi að frétta frá Kanarý. Þau voru á röltinu í dag og "fundu" eitthvað svakalegt moll þarna í grendinni, þóttust samt ekkert hafa keypt neitt mikið.
Annarst lágu þau bara heima í leti, Inga dauðþreytt, Lilja með harðsperrur og Arnar Ingi með blöðrur, enda eru þau búin að labba eins og vikuútburð í Mogganum á einum sólarhring. Heyrist samt að þetta sé skemmtilegra. Veðrið er búið að vera ágætt, en ekkert svo hættulega mikil sól hjá þeim en hlýtt.
Ég dröslaðist í skólan um hádegið í dag. Skrapp heim kl 18 og sýndi íbúðina og fór síðan í ammæli hjá Ingu Birnu, en hún varð svona gömul í dag.
Ætli ég reyni ekki að lesa eitthvað í kvöld fyrir blessað prófið á morgun.
Gott í bili.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli