föstudagur, janúar 06, 2006

Dagur 4

La Policia! Já nýjustu fréttir af Kanarýförum. Þau ákváðu að fara á ströndina í dag og fengu frábært veður, sól og 25 stiga hita og sumir brunnu eitthvað á bakinu og svona skemmtilegheit.
Síðar um daginn þegar halda átti heimleiðis þá koma nokkrar afrískar konur til þeirra og vilja flétta hárið á Lilju (afrófléttur held ég) fyrir 25evrur. Þau borga og ein þeirra byrjar, síðan hlaupa hinar í burtu og löggan kemur. Þá er þetta víst ekki alveg löglegt og mjög algengt að byrjað sé að gera þetta og svo hlaupið burtu með peningana, nema að fléttarin að þessu sinni var heiðarleg og kláraði verkið og var meira að segja með atvinnuleyfi.
Já það er líf og fjör á Kanarý. Sumir meira sjokkeraðir en aðrir, en það jafnar sig. Löggan kom síðan aftur til þeirra og sagði þeim bara að passa sig á alls konar liði sem valsar um á ströndinni og reynir að plokka peninga af fólki.
Hér heima. Rok og rigning. Ég kláraði prófin. Hrikalega þreyttur. Er að fara vestur í Fagradal. Kem aftur á sunnudag. Skóli á mánudag. Kanarý á þriðjudag.

Hættur, farinn búinn bless.

Engin ummæli: