laugardagur, janúar 07, 2006

Úpsídeisí

Já það er líf og för hér í Fagradal, gott veður og þeir duglegustu búnir að ná í stóðið til að gefa ormalyf og svo ætlar Einar víst að kippa með sér nokkrum í bæinn.

Þegar ég fór í gærkvöldi þá hef ég sennilega verið með einhverjum öðrum... allavega ekki með sjálfum mér, því ég gleymdi alveg að það þarf að sjá um rottuna og höfrungana. Ætli ég reyni ekki að semja við "einhvern" sem er með lykil að íbúðinni að kíkja á dýragarðinn í kvöld.

Engin ummæli: