laugardagur, janúar 07, 2006

Dagur 5

Það held ég, þetta slapp með dýrin. Frá Kanarý er allt ljómandi að frétta. Þau voru bara að slæpast á ströndinni mestanpart dags, Arnar orðinn dökkur, Inga ljósari og Lilja ekki alveg eins brún. Það hefur verið hitamolla og sól síðustu tvo daga og stefnir í svipað áfram, allavega fram á þriðjudag.
Þau bíða hvert öðru spenntara eftir mér að sjálfsögðu og vonandi stendur maður undir skemmtilegheitavæntingunum.
Það bárust afmæliskveðjur til Guðlaugar þarna að utan og ef ég man rétt þá varð hún líka svona gömul, eins og fleiri, þann fjórða jan.
Nú okkur tókst að koma ormalyfinu ofaní hestana, settum síðan 3 stk upp í kerru (hans Palla) og þau dóluðu síðan af stað í bæinn upp úr hádeginu og gekk vel.
Það er nú svoldið vetrarlegt um að litast hérna og snjóar af og til. Mér varð það á að grínast með það við Ingu að ég yrði sennilega veðurtepptur í Fagradal, var víst ekkert fyndið!

Læt þetta nægja í bili.

Bless bless.

Engin ummæli: