Dagur 6
Já spáið í það, dagur 6, sem táknar að ég fer alveg rétt bráðum að hitta familíuna. Það er annars allt ljómandi að frétta af þeim. Voru á ströndinni í allan dag í steikjandi hita og flottu veðri og lágu bara heima alveg dauðþreytt. Sumir verða bara dekkri og dekkri, aðrir sem eru þarna eiga það til að brenna bara meira og meira, en það er ekkert til að hafa áhyggjur af víst.
Ég er nýkominn í Kópavoginn og þarf að leggjast í bleyti til að losa mig við fjárhúsilminn, má víst ekki koma með hann með mér út. Það var leiðindaveður mest alla leiðina og töluverður snjór á Brekkunni, en þegar maður er á Polo þá þarf ekki að hafa áhyggjur af svoleiðis dóti.
Ætli ég reyni svo ekki að týna glingrið af jólatrénu og henda því fram af svölunum (sko jólatrénu). Það verður að fá að fjúka til og frá með öllum hinum trjánum á með við erum úti.
Það er alltaf voða gaman að fá skilaboð og kveðjur frá ykkur þannig að tjáið ykkur bara sem mest.
Látum þetta duga í bili.
Bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli