sunnudagur, febrúar 12, 2006

Frábær Dagur

Ha ha, nú héldu allir að ég væri að koma með einhverja ömurlega frasa í sambandi við að Dagur B. Eggerts varð efstur í einhverju prófkjöri í dag, eins og: Góður Dagur til að kjósa; Nýr Dagur hjá Reykvíkingum; Atkvæði Dagar uppi (hin niðri); Engin Dagur eins; Upp er runninn fagur Dagur, Fáðu þér bollu Dagur, eða álíka hallærislega orðaleiki.

Nei ekki aldeilis, ætla sko ekki að eyða tímanum í svona vitleysu.
Þetta var nú bara skrifað af því að ég á afmæli í dag.

Annars kíktum við til Þórólfs og Katrínar í gærkvöldi ásamt Kalla og fjölskyldu. Fengum góðan mat og ýmislegt með honum og svo var spilað Catan fram eftir kvöldi. Ég missti mig alveg með myndavélina eins og hægt er að sjá á myndasíðunni. (Var orðinn þreyttur á sumum sem voru að nöldra yfir að vanntaði myndir úr nýju vélinni)

Til hamingju Ísland með frábæran dag. (dóh þarna kom einn ömurlegur)0

Engin ummæli: