fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Vonir og vonbrigði

Það ætla ég að vona að þeir fari að rugla dagskránna hjá sér í morgunsjónvarpinu á Stöð2 fljótlega. Ég var nefnilega að heyra óhuggulegar fréttir um það að sóffakerlingin af Skjá1 væri að byrja hjá þeim. Þetta gæti aftur á móti orðið til þess að ég kíki af og til inn á Skjá1 þar sem ekki er hætta á að rekast á hana þar. (sjá skemmtilega umfjöllun hér http://www.baggalutur.is/ )

Þorrablót burtfluttra Saurbæinga var haldið um síðustu helgi. Þar var að venju ákaflega gaman og mikið stuð á fólki þrátt fyrir óhentugt lagaval hljómsveitarinnar í þeim dönsum sem kröfðust líflegrar hreyfingar. Því miður komumst við ekki á blótið, en gaman hefði verið að innbyrða súran mat, drekka af hjartans list og syngja ótæpilega.


Langar að óska Ágústu til hamingju með að vera komin áfram. Efast ekki um að hún fari alla leið til…… (hef ekki hugmynd hvar keppnin er) og við getum stolt fylgst með henni þar. Það er ekki á hverjum degi sem okkur mun ganga svona vel. Evrópumeistaratitillinn í handknattleik um daginn er hjóm eitt í samanburði við það sem koma skal.


Kveðjur þangað til næst.

Engin ummæli: