miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ræktin sko

Ég ákvað að taka almennilega á því í ræktinni á nýju aldursári (tölur skipta ekki öllu máli í þessu sambandi). Ég byrjaði strax á mánudagsmorguninn á grindabotnsæfingum og rassvöfðum en hef verið að þróa þetta meira yfir í magaæfingar af ýmsum gerðum. Þá hef ég virkilega tekið á vélinda, þind og hálsvöðvum og miðað við verkina held ég að þetta dót allt hljóti að vera komið í toppform.

Þetta hefur líka þau áhrif að ég hef lést um nokkur kíló síðan um helgi enda hef ég svo sem ekki borðað mikið, u.þ.b. tvö epli og 6 ristaðar brauðsneiðar ásamt nokkrum lítrum af vatni. Inga setti þennan kúr saman fyrir mig og virkar ótrúlega vel.

Gallar vilja þó alltaf fylgja svona átaki og ég hef t.d. ekki getað stundað skólann þessa vikuna sökum þess að mikil orka og einbeiting fer í þetta. Þá hef ég líka sofið töluvert mikið af sömu ástæðum.

Hitinn og beinverkirnir sem fylgja þessu er lítill fórnarkostnaður miðað við árangurinn sem ég hef náð í þessu átaki.

Fyrir þá sem vilja prófa er rétt að vara við að þetta getur gengið svolítið upp∋ður fyrstu tvo dagana eða svo.

Bestu kveðjur

Engin ummæli: