sunnudagur, febrúar 19, 2006

Árangur

Landssöfnun til styrktar bágstöddum símafyrirtækjum fór fram í gærkvöldi og að sögn talsmanna þeirra, þá heppnaðist hún einstaklega vel. Rétt rúmlega 10 milljónir söfnuðust sem koma sér vel í þeirri baráttu sem framundan er um að tæla til sín nýja kjána til að taka þátt í næstu söfnun sem fram fer í maí næstkomandi. Sá sem á stærstan þátt í að þetta heppnaðist svona vel er maður að nafni Kristján Hreinsson, en honum tókst með ótrúlegri markaðssetningu að plata ótrúlegasta fólk til að taka þátt og flesta oftar en einu sinni. Gróflega áætlað má skjóta á að á milli 30-50 þúsund manns hafi tekið þátt.

Sá í sjónvarpinu í gærkvöldi ansi forvitnilegan skemmtiþátt. Einhverskonar keppni sýndist mér um eitthvað sem ég áttaði mig ekki alveg á um hvað var. Vorum í heimsókn hjá fjölskyldunni í Vogalandi ásamt fleirum að fylgjast með og það var bara þrælgóð stemming hjá öllum. Tók nokkrar myndir sem ég setti inn á myndasíðuna.

Er að verða svolítið þreyttur á þessu vetrarólympíuleikum. Inga situr límd við sjónvarpið alla daga og er að tapa sér yfir ótrúlegustu keppnisgreinum. Held að það sé vika eftir, þannig að …………… úff!

Átakinu sem hófst hjá mér í síðustu viku er lokið. Kílóin sem ég missti eru komin aftur. Ekkert sérlega vel lukkað hjá mér eða hvað.

Að gefnu tilefni vil ég benda á að nafn síðunnar er "Ingimar bullar" þar sem áherslan er á orðið bullar

Nóg í bili.

Engin ummæli: